Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona snýr aftur á Nou Camp
Mynd: Barcelona
Spænska stórliðið Barcelona mun spila sinn fyrsta leik á Nou Camp, heimavelli liðsins, í meira en tvö ár þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao um helgina.

Síðasti keppnisleikur Börsunga á Nou Camp var í maí árið 2023 er liðið spilaði við Real Mallorca en um sumarið hófust framkvæmdir á leikvanginum.

Félagið vildi nútímavæða leikvanginn og fjölga sætum upp í 105 þúsund en kostnaðurinn nemur um 1,1 milljarði punda, en þessar framkvæmdir gera hann að einum stærsta leikvangi Evrópu.

Áætlað var að Barcelona myndi snúa aftur á leikvanginn í nóvember á síðasta ári, á 125 ára afmæli félagsins, en nokkrum sinnum kom babb í bátinn og hefur Barcelona þurft að spila heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum í borginni.

Börsungar snúa aftur heim um helgina þegar liðið tekur á móti Athletic Bilbao í La Liga og þá er félagið í viðræðum við UEFA um að spila heimaleikinn gegn Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni um miðja næstu viku.

Nou Camp hefur verið heimavöllur Börsunga síðan 1957 og tók áður 99 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner