Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Meiðsli Sesko ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu
Mynd: EPA
Slóvenski framherjinn Benjamin Sesko verður ekki eins lengi frá og óttast var í fyrstu en Manchester United verður þó án hans í að minnsta kosti mánuð.

Sesko fór ekki með slóvenska landsliðinu í verkefnið í þessum mánuði eftir að hafa meiðst á hné í leik gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Frekari rannsóknir hafa sýnt að Sesko slapp við alvarleg meiðsli og mun nú halda í endurhæfingu og er búist við að hann verði klár í miðri desembertörn.

Framherjinn kom til United frá RB Leipzig í sumar fyrir 73,7 milljónir punda og skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner