PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mán 17. nóvember 2025 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Boro búið að finna nýjan stjóra?
Mynd: EPA
Enska B-deildarfélagið Middlesbrough hefur virkjað klásúlu í samningi sænska þjálfarans Kim Hellberg hjá Hammarby en þetta segir Expressen í kvöld.

Hellberg hefur stýrt Hammarby síðustu tvö ár og er með 56 prósent sigurhlutfall í 73 leikjum.

Swansea City setti sig í samband við hann í vikunni og hélt hann til Lundúna í samningaviðræður, en Boro skráði sig í baráttuna og virðist ætla að vinna hana.

Boro hefur virkjað klásúlu í samningi Hellberg sem er talinn einn efnilegasti þjálfarinn í Skandinavíu.

Hammarby hleypti honum í samningaviðræður við bæði Boro og Norwich, en bauð honum á sama tíma nýjan samning.

Ekki er útlit þó fyrir að hann verði áfram í Svíþjóð en miðað við frétt Expressen stefnir allt í að hann taki við Boro.

Rob Edwards hætti með Boro á dögunum og tók við Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Boro er í öðru sæti B-deildarinnar með 29 stig, fimm stigum frá toppliði Coventry City.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 19 13 4 2 50 21 +29 43
2 Middlesbrough 19 10 6 3 28 20 +8 36
3 Millwall 19 10 4 5 23 25 -2 34
4 Ipswich Town 19 8 7 4 33 19 +14 31
5 Preston NE 19 8 7 4 26 20 +6 31
6 Stoke City 19 9 3 7 26 18 +8 30
7 Bristol City 19 8 5 6 26 21 +5 29
8 Birmingham 19 8 4 7 28 23 +5 28
9 Hull City 19 8 4 7 31 34 -3 28
10 QPR 19 8 4 7 25 29 -4 28
11 Southampton 19 7 6 6 31 26 +5 27
12 Wrexham 19 6 9 4 24 21 +3 27
13 Watford 19 7 6 6 27 25 +2 27
14 Leicester 19 7 6 6 25 24 +1 27
15 Derby County 19 7 5 7 26 28 -2 26
16 West Brom 19 7 4 8 21 25 -4 25
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Sheffield Utd 19 7 1 11 24 28 -4 22
19 Blackburn 18 6 3 9 18 23 -5 21
20 Swansea 19 5 5 9 20 27 -7 20
21 Oxford United 19 4 6 9 20 27 -7 18
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 19 3 4 12 21 32 -11 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -10
Athugasemdir
banner