„Framararnir höfðu samband í framhaldið þess að ég hætti hjá Grindavík og Óskar hættir hjá Fram. Ég var spurður hvort ég hefði áhuga á því að koma inn og ég hafði náttúrulega áhuga á því að skoða það þar sem þetta er hæsta stigið kvennamegin hérna á Íslandi og virkilega spennandi klúbbur," segir Anton Ingi Rúnarsson sem var á dögunum ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram. Hann tekur við starfinu af Óskari Smára Haraldssyni sem samdi við Stjörnuna.
Anton Ingi er 29 ára Grindvíkingur sem tók við sem bráðabirgðaþjálfari karlaliðs Grindavíkur í haust og náði að halda liðinu í Lengjudeildinni.
Anton Ingi er 29 ára Grindvíkingur sem tók við sem bráðabirgðaþjálfari karlaliðs Grindavíkur í haust og náði að halda liðinu í Lengjudeildinni.
Hann segir að grunnurinn hjá Fram sé góður, gott starf hafi verið unnið síðustu ár. „Það er margt spennandi í félaginu og ég hlakka til að taka til starfa, koma með það sem ég kem að borðinu og byggja upp ofan á það sem hefur verið gert."
Hann var spurður út í ólguna sem hefur verið í kringum kvennalið Fram síðustu vikurnar. Svör Antons má sjá í spilaranum efst.
„Ég spila minn bolta, mín kerfi og ég vil taka þennan hóp og setja inn í mínar pælingar og vinna út frá því. Ég vil spila skemmtilegan bolta. Það hefur verið talað um að það sé ekki mikið áhorf og það mætti fjölga áhorfendum. Það kemur með því að spila góðan bolta og það sé stemning. Það er stemning í hverfinu uppi í Úlfarsárdal."
„Það er frábært að vera orðinn þjálfari í Bestu deildinni, þetta er gott skref fyrir mig og frábært að koma inn í svona stórt félag, með mikla sögu og eina bestu aðstöðu landsins."
„Ég er búinn að vera spjalla við hópinn, fara yfir stöðuna, hvað leikmönnum finnst og hvað þær sjá fyrir sér. Ég er að byggja ofan á það sem ég tel þurfa til þess að vera Bestu deildar félag næstu árin."
„Teymið er nokkurn veginn klárt, það er verið að leggja lokahönd á pappírana," segir Anton Ingi.
Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir























