Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 17. nóvember 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Kvenaboltinn
Mynd: Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Framararnir höfðu samband í framhaldið þess að ég hætti hjá Grindavík og Óskar hættir hjá Fram. Ég var spurður hvort ég hefði áhuga á því að koma inn og ég hafði náttúrulega áhuga á því að skoða það þar sem þetta er hæsta stigið kvennamegin hérna á Íslandi og virkilega spennandi klúbbur," segir Anton Ingi Rúnarsson sem var á dögunum ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram. Hann tekur við starfinu af Óskari Smára Haraldssyni sem samdi við Stjörnuna.

Anton Ingi er 29 ára Grindvíkingur sem tók við sem bráðabirgðaþjálfari karlaliðs Grindavíkur í haust og náði að halda liðinu í Lengjudeildinni.

Hann segir að grunnurinn hjá Fram sé góður, gott starf hafi verið unnið síðustu ár. „Það er margt spennandi í félaginu og ég hlakka til að taka til starfa, koma með það sem ég kem að borðinu og byggja upp ofan á það sem hefur verið gert."

Hann var spurður út í ólguna sem hefur verið í kringum kvennalið Fram síðustu vikurnar. Svör Antons má sjá í spilaranum efst.

„Ég spila minn bolta, mín kerfi og ég vil taka þennan hóp og setja inn í mínar pælingar og vinna út frá því. Ég vil spila skemmtilegan bolta. Það hefur verið talað um að það sé ekki mikið áhorf og það mætti fjölga áhorfendum. Það kemur með því að spila góðan bolta og það sé stemning. Það er stemning í hverfinu uppi í Úlfarsárdal."

„Það er frábært að vera orðinn þjálfari í Bestu deildinni, þetta er gott skref fyrir mig og frábært að koma inn í svona stórt félag, með mikla sögu og eina bestu aðstöðu landsins."

„Ég er búinn að vera spjalla við hópinn, fara yfir stöðuna, hvað leikmönnum finnst og hvað þær sjá fyrir sér. Ég er að byggja ofan á það sem ég tel þurfa til þess að vera Bestu deildar félag næstu árin."

„Teymið er nokkurn veginn klárt, það er verið að leggja lokahönd á pappírana,"
segir Anton Ingi.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner