Sigurjón Már Markússon hefur framlengt samning sinn við Njarðvík til ársins 2027. Njarðvíkingar greina frá þessum fregnum á í dag.
Sigurjón spilar sem miðvörður og kom til Njarðvík frá Haukum árið 2022.
Hann hefur nú framlengt samning sinn við Njarðvík til næstu tveggja ára, sem er mikið fagnaðarefni fyrir Njarðvíkinga, en hann var orðaður við áframhaldandi samstarf með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem yfirgaf Njarðvík eftir tímabilið og tók við HK.
Sigurjón hefur spilað veigamikið hlutverk í liði Njarðvíkur og hjálpaði liðinu meðal annars upp um deild ásamt því að eiga þátt í besta árangri í sögu félagsins á síðustu leiktíð.
Á tíma hans í Njarðvík hefur hann spilað 113 leiki og skoraði 3 mörk í öllum keppnum.
Spennandi tímar eru framundan hjá Njarðvíkingum en Davíð Smári Lamude, sem gerði Vestra að bikarmeistara á síðasta tímabili, tók við liðinu og hefur félagið fengið Eið Aron Sigurbjörnsson og er í viðræðum við nokkra öfluga leikmenn.
Njarðvík hafnaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð en datt út í undanúrslitum umspilsins.
Athugasemdir



