Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Sunderland leiðir kapphlaupið um framherja Milan
Mynd: EPA
Nýliðar Sunderland leiða kapphlaupið um mexíkóska framherjann Santiago Gimenez sem er á mála hjá AC Milan á Ítalíu.

Tími Gimenez hjá Milan hefur ekki gengið eins og vonast var eftir en hann hefur ekki enn komið að marki í átta leikjum með Milan á þessari leiktíð.

Calciomercato segir að Milan sé reiðubúið að losa sig við hann í janúarglugganum.

West Ham hefur áhuga á að fá hann í stað Niclas Füllkrug sem má fara frá félaginu, en samkvæmt ítölsku miðlunum er Sunderland óvænt að leiða kapphlaupið.

Sunderland vill styrkja sóknarlínuna fyrir seinni hluta tímabilsins eftir frábæra byrjun.

Nýliðarnir eru í 4. sæti með 19 stig og fyrir ofan lið á borð við Liverpool, Manchester City og Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner