Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 17. desember 2024 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Garnacho fær Puskás verðlaunin
Argentínski kantmaðurinn Alejandro Garnacho var verðlaunaður á The Best verðlaunaafhendingu FIFA fyrir að hafa skorað flottasta mark síðustu leiktíðar.

Garnacho skoraði markið í 3-0 sigri gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í nóvember 2023.

Diogo Dalot gaf fyrirgjöf í sigrinum góða sem virtist vera slæm en reyndist svo fullkomin fyrir Garnacho sem var enn táningur á þeim tíma.

Garnacho virtist ekki ætla að ná til boltans í fyrstu en hann var snöggur að bregðast við og náði að skora með svo gott sem fullkominni bakfallsspyrnu.

Þetta er í fimmta sinn sem mark úr ensku úrvalsdeildinni hlýtur Puskás verðlaunin eftir að þeim var fyrst úthlutað árið 2009. Þetta er í annað sinn sem Everton verður fyrir barðinu á Puskás-marki.


Athugasemdir
banner
banner
banner