Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. janúar 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Fred segir það lygi að klefinn sé sundraður
Brasilíumaðurinn Fred.
Brasilíumaðurinn Fred.
Mynd: EPA
Ýmsir enskir fjölmiðlar hafa fullyrt að það sé sundrung í klefanum hjá Manchester United. Talað hefur verið um að hópurinn sé tvístraður milli þeirra sem tala portúgölsku og þeirra sem gera það ekki.

Í herbúðum United eru portúgölsku leikmennirnir Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes og Diogo Dalot. Einnig Brasilíumennirnir Fred og Alex Telles sem tala portúgölsku.

Fred segir að það sé góð eining meðal alls leikmannahópsins og að það sé algjört kjaftæði að hópurinn skiptist í fylkingar.

„Fjölmiðlarnir hérna eru hrifnir af falsfréttum. Það er of mikið af þeim hérna. Þetta er lygi. Augljóslega ræðum við sem tölum portúgölsku saman og eigum gott vinasamband," segir Fred.

„Ég og Alex Telles erum góðir vinir, innan og utan vallar. Við höfum þekkst lengi. En það þýðir ekki að ég tali ekki við (Jesse) Lingard, (Marcus) Rashford, (Mason) Greenwood, (Harry) Maguire eða aðra enska leikmenn. Það er síður en svo þannig."

„Það er frábær vinátta milli leikmanna hér og andinn í klefanum er mjög góður. Það eru allir liðsfélagar. Það er dansað í klefanum og við borðum saman þegar það er hægt."

Manchester United hefur aldrei komist á almennilegt flug á tímabilinu og er sem stendur fimm stigum frá fjórða sætinu. Liðið mætir Brentford annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner