Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 18. janúar 2022 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Stórsigur Betis - Dramatík hjá Espanyol
Borja Iglesias skoraði tvívegis fyrir Betis
Borja Iglesias skoraði tvívegis fyrir Betis
Mynd: EPA
Real Betis vann fjögurra marka sigur á Deportivo Alaves í spænsku deildinni í kvöld á meðan Cadiz og Espanyol gerðu 2-2 jafntefli.

Betis hefur spilað feykivel á þessu tímabili og situr í 3. sæti deildarinnar en það var ekki í miklum vandræðum með Alaves er liðin mættust í Sevilla-borg í kvöld.

Spænski framherjinn Borja Iglesias kom þeim yfir á 11. mínútu áður en Sergio Canales gerði annað markið eftir hálftímaleik. Borja komst aftur á blað undir lok fyrri hálfleiks áður en Juanmi gerði út um leikinn á 54. mínútu.

Það var þá mikil spenna undir lokin í 2-2 jafntefli Cadiz og Espanyol. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Espanyol með marki frá Manu Morlanes áður en Alvaro Negredo jafnaði þegar níu mínútur voru búnar af síðari hálfleiknum.

Cadiz taldi sig hafa náð í stigin þrjú er Ivan Alejo skoraði en Raul de Tomas skoraði jöfnunarmark Espanyol þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 2-2. Espanyol er í ellefta sæti með 27 stig en Cadiz í næst neðsta sæti með 15 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Betis 4 - 0 Alaves
1-0 Borja Iglesias ('11 )
2-0 Sergio Canales ('29 )
3-0 Borja Iglesias ('41 )
4-0 Juanmi ('54 )

Cadiz 2 - 2 Espanyol
0-1 Manu Morlanes ('10 )
1-1 Alvaro Negredo ('54 )
2-1 Ivan Alejo ('90 )
2-2 Raul De Tomas ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner