Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 11:06
Brynjar Ingi Erluson
Romain Esse til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Crystal Palace
Crystal Palace hefur gengið frá fyrstu kaupum gluggans en enski vængmaðurinn Romain Esse er kominn til félagsins frá Millwall.

Esse er 19 ára gamall og kemur til Palace fyrir 12 milljónir punda, en hann skrifaði undir fimm ára samning í dag.

Kantmaðurinn öflugi hefur skorað fimm mörk í 26 leikjum með Millwall á tímabilinu.

Hann verður tiltækur í næstu umferð gegn Brentford og mun klæðast treyju númer 21.

„Romain er þessi týpa af leikmanni sem fær stuðningsmenn til að rísa úr sætum og einnig leikmaður sem hefur lengi verið tengdur Suður-Lundúnum og Crystal Palace. Allir hjá félaginu geta ekki beðið eftir að horfa á hann skína á vellinum og sjá rætast úr þessum spennandi leikmanni,“ sagði Steve Parish, stjórnarformaður Palace.


Athugasemdir
banner
banner
banner