Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. febrúar 2021 15:14
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgríms með kórónuveiruna
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi verður fjarri góðu gamni í næstu leikjum liðsins en hann hefur greinst með kórónuveiruna.

Al Arabi greinir frá þessu á Twitter síðu félagsins í dag.

„Hann verður fjarverandi á næstunni. Við óskum þess að þjálfari okkar nái skjótum bata," segir á Twitter síðunni.

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Al Arabi, fær væntanlega það hlutverk að stýra liðinu á næstunni en Íslendingurinn Bjarki Már Ólafsson er einnig í þjálfarateymi liðsins.

Al Arabi hefur verið á góðu skriði að undanförnu og ekki tapað leik síðan í desember.

Liðið mætir lærisveinum Xavi í Al Sadd í næsta leik á mánudaginn og þar á eftir er bikarleikur gegn Al Saililya þann 3. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner