Gylfi Þór Sigurðsson er að ganga í raðir Víkings frá Val. Vísir greindi frá því í morgun að Gylfi hefði valið að ganga í raðir Víkings en Breiðablik var einnig með samþykkt tilboð í Gylfa upp á tæplega 20 milljónir króna.
Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Víkingur var nálægt því að landa Gylfa þegar hann gekk í raðir Vals fyrir tæpu ári síðan, Víkingur bauð svo í Gylfa í haust og aftur á föstudag. Það voru sögusagnir um að Víkingur hefði reynt að fá Gylfa í sumarglugganum í fyrra en það fékkst aldrei staðfest.
Það var svo í gærkvöldi sem Víkingur fékk samþykkt tilboð í Gylfa og hann er að ganga í raðir félagsins.
Að því sem Fótbolti.net kemst næst þá er þetta í fjórða skiptið sem Víkingur reynir að fá Gylfa í sínar raðir. Víkingur var nálægt því að landa Gylfa þegar hann gekk í raðir Vals fyrir tæpu ári síðan, Víkingur bauð svo í Gylfa í haust og aftur á föstudag. Það voru sögusagnir um að Víkingur hefði reynt að fá Gylfa í sumarglugganum í fyrra en það fékkst aldrei staðfest.
Það var svo í gærkvöldi sem Víkingur fékk samþykkt tilboð í Gylfa og hann er að ganga í raðir félagsins.
Gylfi á að baki landsleiki með Matthíasi Vilhjálmssyni, Jóni Guðna Fjólusyni, Ingvari Jónssyni, Sölva Geir Ottesen og Kára Árnasyni. Matthías, Ingvar og Jón Guðni eru leikmenn Víkings, Sölvi Geir er þjálfari liðsins og Kári er yfirmaður fótboltamála.
Næsti leikur Víkings er seinni leikur liðsins gegn gríska stórliðinu Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Gylfi er ekki gjaldgengur með liðinu í þeim leik.
Athugasemdir