Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 18. mars 2023 20:51
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta deildarmark Orra - Patrik úr leik í bikarnum
Orri Steinn skoraði sitt fyrsta mark í deildarkeppni í Danmörku
Orri Steinn skoraði sitt fyrsta mark í deildarkeppni í Danmörku
Mynd: SönderjyskE
Patrik Sigurður er úr leik í bikarnum
Patrik Sigurður er úr leik í bikarnum
Mynd: KSÍ
Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir SönderjyskE í dönsku B-deildinni í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Nykobing.

Orri, sem er á láni frá FCK, var að skora sitt fyrsta mark í atvinnumannafótbolta.

Hann kom inná sem varamaður í hálfleik og jafnaði metin þegar sex mínútur voru eftir. Fyrsta mark hans fyrir félagið.

Atli Barkarson spilaði allan leikinn í liði SönderjyskE sem er í 4. sæti B-deildarinnar með 35 stig.

Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í vörn Slask Wroclaw sem gerði 1-1 jafntefli við Stal Mielec í pólsku úrvalsdeildinni. Slask er í 11. sæti með 30 stig.

Patrik Sigurður Gunnarsson og félagar í Viking eru úr leik í norska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir Bodö/Glimt, 5-3, í 8-liða úrslitum í dag.

Mikael Egill Ellertsson lék þá allan leikinn á miðjunni hjá Venezia sem vann Ascoli, 1-0, í ítölsku B-deildinni. Kristófer Jónsson sat allan tímann á bekknum hjá Venezia sem er í 16. sæti með 33 stig.

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli OFI Crete gegn Levadiakos í fallriðli grísku úrvalsdeildarinnar í dag og þá komu þeir Viðar Örn Kjartansson og Samúel Kári Friðjónsson inná sem varamenn í síðari hálfleik í 2-0 sigri Atromitos á Ionikos í sama riðli.

Atromitos er í efsta sæti riðilsins með 32 stig en Crete í fjórða sætinu með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner