Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 11:00
Aksentije Milisic
Guardiola finnur til með Vieira: Nýtt tækifæri handan við hornið
Mynd: EPA

Patrick Vieira var rekinn frá Crystal Palace í gær en liðið hefur ekki unnið leik á þessu ári í tólf tilraunum. Þriðja tap Palace í röð kom gegn Brighton í miðri viku og það fyllti mælinn hjá yfirmönnum Vieira.


Vieira gerði góða hluti með liðið á síðustu leiktíð og var honum hrósað fyrir störf sín. Gengi liðsins á þessari leiktíð hefur ekki verið gott og því fór sem fór. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var spurður út í þessi tíðindi á blaðamannafundi en City marði sigur á Crystal Palace í næst síðasta leik Vieira við stjórnvöllinn.

„Ég finn til með honum, ég veit ekki ástæðuna fyrir þessu,” sagði Guardiola.

„Nýtt tækifæri er handan við hornið hjá honum. Svona er okkar starf, þetta veltur á úrslitum. Stjórnin hefur kannski haldið að hann væri ekki lengur nógu góður í þetta. Þegar þú ert rekinn þá er alltaf nýtt tækifæri sem bíður þín.”

Vincent Komany, stjóri Burnley og fyrrverandi samherji Vieira, skilur ekkert í stjórnarmönnum Palace.

Hann taldi upp erfiðu leikina sem liðið er búið að spila og taldi svo upp leikina sem eru framundan gegn liðum eins og Leeds, Forest og Everton. Þá hefur besti leikmaður liðsins, Wilfried Zaha, verið meiddur. Honum fannst þetta grimm ákvörðun.


Athugasemdir
banner
banner