sun 18. apríl 2021 21:10
Aksentije Milisic
Frakkland: Monaco og Lyon unnu - Þrjú stig skilja toppliðin fjögur að
Depay setti tvö í kvöld.
Depay setti tvö í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í kvöld í frönsku úrvalsdeildinni en þar voru Monaco og Lyon í eldlínunni.

Monaco mættir Bordeaux á útivelli og vann Moncao þar öruggan 3-0 sigur. Kevin Volland, Gelson Martins og Stevan Jovetic gerðu mörk gestanna en Bordeaux fékk rautt spjald í síðari hálfleiknum.

Á sama tíma heimsótti Lyon lið Nantes sem er í fallsæti. Memphis Depay gerði tvö fyrstu mörk leiksins áður en Nicolas Pallois náði að klóra í bakkann fyrir Nantes.

Gífurlega mikilvægir sigrar hjá Monaco og Lyon og er toppbaráttan svakaleg þar sem fjögur lið eru í bullandi séns.

Lille situr í toppsætinu með 70 stig, PSG er í því öðru með 69, Monaco í þriðja með 68 og Lyon í því fjórða með 67.

Alvöru barátta framundan en fimm umferðir eru eftir í frönsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner