Ari Sigurpálsson opnaði markareikning sinn með Víkingum í kvöld er hann skoraði í opnunarleik Bestu deildarinnar gegn FH. Hann jafnaði metin í 1-1.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 FH
„Þetta er mjög góð tilfinning. Það var mjög góð stemning og maður var bara í adrenalínsjokki allan leikinn. Það er geggjað að vinna fyrsta leikinn," sagði Ari eftir leik.
Ari er uppalinn í HK en var síðast á mála hjá Bologna á Ítalíu. Hann er efnilegur leikmaður sem verður spennandi að fylgjast með í sumar.
„Ég sá að markvörðurinn var kominn í nærhornið og að fjær var opið," sagði Ari um mark sitt.
Ari var spurður hvort það hefði komið sér á óvart að byrja. „Nei, það hefur enginn séð mig út á Ítalíu. Ég efast um að einhver hafi verið að horfa á unglingadeild út á Ítalíu. Ef einhver hefur horft á Blikaleikinn eða eitthvað, þá ættir þú að vita hvað ég get. Þetta er ótrúlega gott lið sem við erum með. Nikolaj byrjar ekki en hann á eftir að vera geggjaður á tímabilinu. Þetta er geggjað lið."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum að ofan.
Athugasemdir