Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 18. apríl 2022 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martin spyr hvort það sé eðlilegt að Eggert sé að spila
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er fyrsti leikur Bestu deildarinnar í gangi. Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru að spila gegn FH á Víkingsvellinum í Fossvogi.

Það tók Steven Lennon aðeins 30 sekúndur að skora fyrsta mark deildarinnar.

Martin Hermannsson, besti körfuboltamaður þjóðarinnar, setur spurningamerki við það að Eggert Gunnþór Jónsson fái að vera byrjunarliði FH í leiknum.

„Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin," skrifar Martin á Twitter.

Eggert og Aron Einar Gunnarsson eru sakaðir um kynferðisbrot þegar þeir voru í landsliðsverkefni í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug.

Rannsókn lögreglu lauk fyrir rúmum mánuði og fór málið í framhaldinu til ákærusviðs lögreglunnar sem sendi embætti héraðssaksóknara málið undir lok síðasta mánaðar. Ekki hefur komið fram hvort verði gefin út ákæra í málinu eða ekki.

Bæði Aron Einar og Eggert Gunnþór gáfu skýrslu í byrjun desember. Í framhaldinu sendi lögmaður Arons yfirlýsingu fyrir hönd þeirra beggja þar sem þeir höfnuðu því með öllu að hafa brotið af sér og sögðust reikna með að málið allt yrði fellt niður. Þeir hafa báðir hafnað ásökunum um kynferðisbrot og lýst yfir sakleysi sínu.


Athugasemdir
banner
banner