Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 18. apríl 2022 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tók Lennon 30 sekúndur að skora fyrsta mark Bestu deildarinnar
Steven Lennon fagnar markinu.
Steven Lennon fagnar markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að Besta deildin hafi byrjað með látum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

Víkingar og FH eru að spila í opnunarleiknum og þar fengu FH-ingar draumabyrjun því Steven Lennon skoraði eftir 30 sekúndna leik.

„Jahá!!! Þetta tók engan tíma! FH-ingar byrjuðu af krafti og komust inn á vítateig strax á fyrstu mínútu. Lennon ískaldur inn á teignum og skoraði með skoti í vinstra markhornið! Rosaleg byrjun!!!" skrifaði Sæbjörn Steinke í beinni textalýsingu.

Ekki byrjunin sem Íslands- og bikarmeistarar Víkings vildu fá, en það er nóg eftir af leiknum.

Til að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu, þá er hægt að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner