Samningur Argentínumannsins Paulo Dybala við Roma rennur út á næsta ári en hann ku vera með 12 milljóna evra riftunarákvæði í sumar sem félög utan Ítalíu geta nýtt sér.
Roma vill gera nýjan samning við Dybala en skiljanlega hafa önnur félög áhuga á þessum hæfileikaríka leikmanni.
Roma vill gera nýjan samning við Dybala en skiljanlega hafa önnur félög áhuga á þessum hæfileikaríka leikmanni.
Barcelona hefur verið orðað við Dybala í nokkurn tíma og sagt að félagið hafi sent inn fyrirspurn um hann. Þá er sagt að Chelsea skoði einnig möguleika á að fá þennan þrítuga leikmann.
Dybala er með tólf mörk og átta stoðsendingar í 22 deildarleikjum fyrir Roma á tímabilinu.
Athugasemdir