8-liða úrslit Evrópudeildarinnar klárast í kvöld en þar þarf Liverpool kraftaverk til að komast áfram.
Liverpool tapaði óvænt fyrir Atalanta, 3-0, á Anfield í síðustu viku, eitthvað sem enginn gat spáð fyrir um.
Í kvöld fær liðið tækifæri til að bæta upp fyrir tapið. Tímabilið 2020-2021 tapaði Liverpool fyrir Atalanta á Anfield, 2-0, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, en vann síðan síðari leikinn í Bergamó 5-0.
Roma og Milan eigast við í Róm. Roma vann fyrri leikinn 1-0 þökk sé marki Gianluca Mancini.
West Ham spilar við Bayer Leverkusen, sem á dögunum varð þýskur deildarmeistari. Leverkusen vann fyrri leikinn 2-0 í Þýskalandi.
Marseille og Benfica eigast þá við í Frakklandi. Benfica leiðir einvígið, 2-1.
Leikir dagsins:
19:00 Roma - Milan (1-0)
19:00 Atalanta - Liverpool (3-0)
19:00 West Ham - Leverkusen (0-2)
19:00 Marseille - Benfica (1-2)
Athugasemdir