Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martínez fékk tvö gul en af hverju var hann ekki rekinn af velli?
Martínez ögraði áhorfendum.
Martínez ögraði áhorfendum.
Mynd: Getty Images

Emiliano Martínez markvörður Aston Villa fékk að líta tvö gul spjöld þegar Villa vann Lille í vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld en var ekki rekinn af velli.


Hann fékk fyrra gula spjaldið í fyrri hálfleik í venjulegum leiktíma fyrir tafir og það síðara í vítaspyrnukeppninni fyrir að ögra áhorfendum.

Í reglubókum UEFA kemur skýrt fram að leikmaður sem fær gult spjald í miðjum leik fer inn í vítaspyrnukeppnina laus allra mála.

„Viðvaranir (gul spjöld) sem eru gefin í leiknum (framlenging meðtalin) eru ekki tekin gild í vítaspyrnukeppni," segir í reglum UEFA.

Martínez fékk fyrra spjaldið fyrir töf og það síðara fyrir að ögra stuðningsmönnum Lille sem höfðu ögrað honum allan leikinn.


Athugasemdir
banner