Aston Villa er komið áfram í undanúrslit Sambandsdeildarinnar eftir sigur á Hákoni Arnari Haraldssyni og félögum í Lille eftir vítaspyrnukeppni. Hákon var í byrjunarliði Lille en tekinn af velli undir lok venjulegs leiktíma.
Lille byrjaði leikinn mun betur og komst yfir eftir aðeins stundafjórðung og jafnaði metin í einvíginu.
Hákon var nálægt því að koma Lille í tveggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiks en skot hans fór rétt framhjá markinu.
Hann bætti hins vegar upp fyrir það þegar hann tók hornspyrnu beint á kollinn á Benjamin Andre.
Eftir annað mark Lille sótti Aston Villa loksins í sig veðrið. Matty Cash átti hörku skot sem Lucas Chevalier markvörður Lille varði vel. Cash var aftur á ferðinni þegar Chevalier lenti í samstuði við samherja og missti boltann sem fór á endanum til Cash sem skoraði og tryggði Villa framlengingu.
Jhon Duran var nálægt því að tryggja Aston Villa sigurinn í einvíginu undir lok framlengingarinnar en Chevalier sá við honum og tryggði Lille möguleika í vítaspyrnukeppni.
Youri Tielemans kom Aston Villa yfir í vítaspyrnukeppninni og Emiliano Martinez varði fyrstu spyrnu Lille frá Nabil Bentaleb. Leon Bailey klikkaði á fjórðu spyrnu Villa svo staðan var jöfn þegar komið var í síðustu umferðina.
Douglas Luiz skoraði úr sinni spyrnu af miklu öryggi og Martinez varði frá Benjamin Andre og tryggði Villa áfram.
Fiorentina er einnig komið áfram eftir 2-0 sigur á Viktoria Plzen í framlengdum leik.
Fiorentina 2 - 0 Plzen (2-0 samanlegt)
1-0 Nicolas Gonzalez ('92 )
2-0 Cristiano Biraghi ('108 )
Rautt spjald: Cadu, Plzen ('66)
Lille 2 - 1 Aston Villa (3-3 samanlagt)
1-0 Yusuf Yazici ('15 )
2-0 Benjamin Andre ('68 )
2-1 Matty Cash ('87 )
3-4 eftir vítaspyrnukeppni