Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   fös 18. apríl 2025 18:39
Kári Snorrason
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur á Fjölni í 32 liða Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fjölnir

„Þetta var fagmannlega gert af okkar hálfu. Það tók smá stund að brjóta ísinn endanlega. Eftir að fyrsta markið kom fannst mér þetta ekki vera spurning."

Dóra fannst gaman að sjá ungu strákana stíga upp.

„Ekki spurning, þá sérstaklega Viktor Elmar sem er búinn að vera frá fótbolta í tvö ár vegna meiðsla. Þó hann sé ekki kornungur þá er hann ungur, fáranlega gaman leggja upp og skora."

Er möguleiki á að Damir Muminovic snúi til baka fyrir gluggalok?

„Hann er að spila í deildinni í Singapúr. Deildin þar klárast ekki fyrr en að glugginn lokar. Ég held að það séu engar líkur á að þeir fari að rifta við hann samningi. Þeir eru í bikarúrslitum og ennþá að spila í deildinni. Ég held að það séu innan við eitt prósent líkur á því."

Breiðablik tapaði gegn Fram í síðustu umferð, var eftir á litið fínt að fá þann skell í upphafi móts?

„Ég veit það ekki. Allar upplifanir fara í reynslubankann, ef menn geta tekið lærdóm og bætt sig í einhverju þá er það þannig. Nei nei ég er ekkert ánægður með það í dag.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir