Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fös 18. apríl 2025 18:39
Kári Snorrason
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Halldór Árnason er ekki bjartsýnn á að Damir snúi aftur fyrir gluggalok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann öruggan 5-0 sigur á Fjölni í 32 liða Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Fjölnir

„Þetta var fagmannlega gert af okkar hálfu. Það tók smá stund að brjóta ísinn endanlega. Eftir að fyrsta markið kom fannst mér þetta ekki vera spurning."

Dóra fannst gaman að sjá ungu strákana stíga upp.

„Ekki spurning, þá sérstaklega Viktor Elmar sem er búinn að vera frá fótbolta í tvö ár vegna meiðsla. Þó hann sé ekki kornungur þá er hann ungur, fáranlega gaman leggja upp og skora."

Er möguleiki á að Damir Muminovic snúi til baka fyrir gluggalok?

„Hann er að spila í deildinni í Singapúr. Deildin þar klárast ekki fyrr en að glugginn lokar. Ég held að það séu engar líkur á að þeir fari að rifta við hann samningi. Þeir eru í bikarúrslitum og ennþá að spila í deildinni. Ég held að það séu innan við eitt prósent líkur á því."

Breiðablik tapaði gegn Fram í síðustu umferð, var eftir á litið fínt að fá þann skell í upphafi móts?

„Ég veit það ekki. Allar upplifanir fara í reynslubankann, ef menn geta tekið lærdóm og bætt sig í einhverju þá er það þannig. Nei nei ég er ekkert ánægður með það í dag.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner