Fyrr á tímabilinu fékk Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, harða gagnrýni og Roy Keane kallaði eftir því að hann yrði sviptur fyrirliðabandinu.
Andy Dunn, íþróttafréttamaður Mirror, segir að Bruno hafi nú þaggað niður í öllum gagnrýnendum. Manchester United vann lygilegan sigur gegn Lyon í Evrópudeildinni í gær.
„Klukkan var komin fram yfir miðnætti þegar Bruno Fernandes gekk í gegnum þvögu af dyggum aðdáendum sem vildu áritanir og bolamyndir. Hann varð að ósk stuðningsmanna eins og hann gerir alltaf, sama hvort það er eftir sigurleiki, jafntefli eða tapleiki," segir Dunn.
„Það hefur verið mikið rætt um hvort Fernandes sé rétti fyrirliðinn fyrir Manchester United. Hann er leikmaðurinn sem hefur komið í veg fyrir að þetta tímabil geti talist hörmulegt og hefur nú bundið enda á allan vafa um að hann sé sá rétti. Ef hann hafði ekki sannfært alla um að hann sé rétti leiðtoginn fyrir liðið þá gerði hann það í endurkomunni mögnuðu gegn Lyon."
Andy Dunn, íþróttafréttamaður Mirror, segir að Bruno hafi nú þaggað niður í öllum gagnrýnendum. Manchester United vann lygilegan sigur gegn Lyon í Evrópudeildinni í gær.
„Klukkan var komin fram yfir miðnætti þegar Bruno Fernandes gekk í gegnum þvögu af dyggum aðdáendum sem vildu áritanir og bolamyndir. Hann varð að ósk stuðningsmanna eins og hann gerir alltaf, sama hvort það er eftir sigurleiki, jafntefli eða tapleiki," segir Dunn.
„Það hefur verið mikið rætt um hvort Fernandes sé rétti fyrirliðinn fyrir Manchester United. Hann er leikmaðurinn sem hefur komið í veg fyrir að þetta tímabil geti talist hörmulegt og hefur nú bundið enda á allan vafa um að hann sé sá rétti. Ef hann hafði ekki sannfært alla um að hann sé rétti leiðtoginn fyrir liðið þá gerði hann það í endurkomunni mögnuðu gegn Lyon."
„Ef settur yrði saman listi yfir einstaklinga sem eru mikilvægastir sínu liði í ensku úrvalsdeildinni yrði Fernandes á toppnum. Rúben Amorim gæti vafið hann í bómul áður en kemur að undanúrslitunum gegn Athletic Bilbao."
„Bruno Fernandes er góður fyrirliði Manchester United og stuðningsmenn United vilja ekki ímynda sér hvernig liðið væri án hans," segir Dunn.
Athugasemdir