Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   lau 18. maí 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer Varane til Mexíkó?
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Raphael Varane gæti verið á leið til Tigres í Mexíkó ef marka má mexíkóska miðla.

Varane, sem er 31 árs gamall, mun yfirgefa Manchester United eftir þetta tímabil.

Hann og félagið staðfestu fregnirnar á dögunum en mörg félög eru á höttunum eftir honum.

Líklegasti áfangastaður Varane er Sádi-Arabía en ekki má útiloka það að hann fari til Mexíkó.

Fram kom í mexíkóska þættinum El Caliente að Tigres, eitt besta lið Mexíkó, ætli að koma öllum á óvart með því að fá reynslumiklan varnarmann frá Evrópu.

Þá tók blaðamaðurinn Jose Ramon Fernandez undir þau orð og skrifaði að Tigres væri í leit að varnarmanni eins og Varane.

Frakkinn hefur lítið tjáð sig um næstu skref ferilsins en það væri afar áhugavert ef hann tæki ákvörðun um að spila í Mexíkó.

Ef Varane færi til Tigres yrði hann fjórði Frakkinn til að spila fyrir félagið á eftir þeim André-Pierre Gignac, Florian Thauvin og Timothée Kolodziejczak.

Mexíkóska deildin er skipt í tvo hluta. Apertura, sem er spiluð frá júlí til desember og síðan Clausura sem er spiluð frá janúar og fram í maí. Tigres vann Clausura-deildina á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner