Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Birkir og Kristófer úr leik - Birkir meiddist
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason kom inn af bekknum er Brescia var slegið úr leik í umspili um sæti í efstu deild ítalska boltans. Hann

Birkir kom inn á 67. mínútu en entist aðeins í 18 mínútur inni á vellinum áður en hann þurfti að fara aftur útaf vegna meiðsla.

Brescia leiddi með einu marki þegar Birkir kom inn og hélt forystunni þar til seint í uppbótartíma, þegar Alfredo Donnarumma jafnaði á 96. mínútu.

Því var gripið til framlengingar og þar var Pietro Iemmello allt í öllu þar sem hann gaf fyrst stoðsendingu og innsiglaði svo sigurinn á 122. mínútu.

Lokatölur urðu því 4-2 og eru Birkir og félagar úr leik. Sampdoria datt einnig úr leik eftir 2-0 tap gegn Palermo.

Catanzaro mætir Cremonese í undanúrslitum umspilsins á meðan Palermo spilar við Íslendingalið Venezia.

Í umspili C-deildarliða tapaði Triestina á útivelli gegn Benevento en Kristófer Jónsson var ónotaður varamaður í liði Triestina.

Catanzaro 4 - 2 Brescia
0-1 Nicolas Galazzi ('8)
1-1 Pietro Iemmello ('26)
1-2 Gabriele Moncini ('52)
2-2 Andrea Donnarumma ('96)
3-2 Enrico Brignola ('105)
4-2 Pietro Iemmello ('122)

Benevento 2 - 1 Triestina
Athugasemdir
banner
banner
banner