Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 10:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Sveinn um sitt gamla félag: Tottenham Íslands
Úr leik Breiðablik og Fylkis.
Úr leik Breiðablik og Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, skaut á sitt gamla félag, Breiðablik, í hlaðvarpsþættinum Dr Football á miðvikudagskvöld.

Það var umræða tekin um Blika eftir tap þeirra gegn Val. Blikar spiluðu vel í leiknum en þeir nýttu ekki sín færi og enduðu á því að tapa 3-1.

„Þetta er Tottenham Íslands," sagði Arnar Sveinn þegar rætt var um Blika sem hefur gengið hörmulega í þessum stóru leikjum.

„Óskar virðist alltaf einhvern veginn finna leið til að koma ekki með sterkasta liðið sitt, finnst mér. Er það til að búa til einhverja minni pressu á sig þegar kemur að því að hann tapar þessum leikjum? Hefur hann enga trú á því að hann vinni þessa leiki?" spurði Arnar og bætti við:

„Ég ætla ekki að taka það af Blikaliðinu að þeir voru frábærir sem fótboltalið inn á vellinum en það skilar engu á stigatöfluna. Það er vandinn. Ég veit að Völsurunum finnst hundleiðinlegt að horfa á þennan Heimisbolta en þeir fá stig á töfluna."

Sjá einnig:
Vantar Blika óþolandi leikmenn? - „Ótrúlega bitlaust"


Athugasemdir
banner
banner