Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 17:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
EM: Tékkar í mjög vænlegri stöðu - Schick markahæstur
Shick fagnar marki sínu
Shick fagnar marki sínu
Mynd: EPA
Króatía 1 - 1 Tékkland
0-1 Patrik Schick ('37 , víti)
1-1 Ivan Perisic ('47 )

Króatía og Tékkland gerðu í dag jafntefli í leik liðanna á EM. Leikið var í Glasgow og leiddu Tékkar 0-1 í hléi.

Mark Tékka skoraði Patrik Schick og var það hans þriðja mark í mótinu. Það kom af vítapunktinum á 37. mínútu en vítadómurinn var umdeildur.

Ivan Perisic jafnaði leikinn með frábæru skoti strax í byrjun seinni hálfleiks og reyndist það lokamark leiksins, niðurstaðan 1-1.

Króatía er með eitt stig eftir tvo leiki og mætir Skotlandi í lokaleik sínum. Tékkland er með fjögur stig og mætir Englandi í lokaleik sínum. England og Skotland mætast innbyrðis klukkan 19:00 og verður fróðlegt að sjá hvernig sá leikur fer.

Þrjú lið gætu farið áfram úr þessum riðli og gæti það dugað Króatíu að vinna Skotland í lokaleik riðilsins.

Eins og komið var inn á hér að ofan þá hefur Schick nú skorað þrjú mörk og er hann einn markahæstur í mótinu á þessum tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner
banner