Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   þri 18. júní 2024 20:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Tékka reyna að ögra Ronaldo - Hrifnir af Messi
Mynd: EPA

Síðari hálfleikur Portúgals og Tékklands í síðasta leik í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM er í fullum gangi.


Stuðningsmenn Tékka hafa skemmt sér gríðarlega vel en þeir sáust fyrir leikinn vera að syngja nafn Argentínumannsins Lionel Messi. Messi og Portúgalinn Cristiano Ronaldo voru tveir bestu leikmenn heims um ára bil eins og flestir vita.

Ronaldo er á sínum stað í byrjunarliði Portúgal og er fyrirliði liðsins. Staðan er enn markalaus þegar síðari hálfleikur er nýhafinn.

Stuðningsmenn Tékka héldu áfram að syngja um Messi í stúkunni en portúgalska liðið hefur ekki náð að opna þétta vörn Tékkana. Spurning hvort söngvarnir séu að hafa einhver áhrif á Ronaldo.


Athugasemdir
banner
banner