Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 18. júlí 2013 21:52
Magnús Þór Jónsson
Kristinn: Ég met möguleikana 50 - 50
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Kristinn Jónsson var að mati pistlahöfunds besti leikmaður Blika í leik þeirra gegn Sturm Graz í kvöld, óþreytandi bæði varnar- og sóknarlega.  Aðspurður hvort að næsta hlaup hans væri ekki ofan í ísbað var svarið:

Já ég býst bara alveg við því, næstu tveir dagar fara bara í að "recovera" og fara ofan í ísbaðið.



Kristinn var ánægður með að Blikar næðu að fylgja því leikskipulagi sem þeir lögðu upp með í kvöld.

Við færðum ekki nóg í byrjun, bæði hægra megin og vinstra megin en eftir fyrstu 15 mínúturnar fannst mér þeir ekki vera að valda neinum vandræðum.

Óli lagði leikinn gífurlega vel upp og ég vill meina að það hafi virkað mjög vel í þessum leik.


En kitlaði ekkert að koma framar á völlinn og reyna að setja mark á Sturm-menn?

Nei, við vorum búnir að ákveða fyrir leikinn að halda skipulagi, halda hreinu og vona að við næðum að breika á þá og skora.

En hvernig metur Kristinn möguleika Blika í seinni leiknum?

Ég myndi bara meta þetta 50 - 50 eftir frábær úrslit í dag.  Ef við náum að skora úti erum við í gífurlega góðum málum.

Nánar er rætt við Kristinn, t.d. um breytingu á leikskipulagi fyrir leikinn, ólíkum verkefnum Blika framundan og síðasta hluta leiksins þar sem þreytan fór að gera vart við sig hjá liðunum í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner