Spænski fjölmiðillinn Marca heldur því fram að Lille hafi hótað varnarmanni sínum Leny Yoro því að hann myndi ekkert spila á komandi tímabili ef hann samþykkti ekki tilboð frá Manchester United.
Man Utd var í baráttu við Real Madrid um Yoro, en leikmaðurinn var sagður spenntastur fyrir því að ganga í raðir spænska stórveldisins.
Núna er hann hins vegar að ganga í raðir Man Utd en besta tilboðið sem Lille fékk var frá United.
Marca segir að Lille hafi pressað mikið á Yoro að fara til Man Utd þar sem tilboðið þeirra var best. Yoro fær líka hærri laun hjá United en hann hefði fengið hjá Real Madrid.
Yoro er búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Man Utd og verður mögulega formlega tilkynnt um félagaskipti hans á næsta sólarhring.
Athugasemdir