Manchester United er að ganga frá skiptum Leny Yoro til félagsins og er búist við því að þau verði fullkláruð í dag. Sky Sports segir að formleg tilkynning frá félaginu gæti komið inn á næsta sólarhringnum.
Leikmaðurinn er búinn að ná persónulegu samomulagi við Man Utd og er búinn í læknisskoðun. Hann skrifar undir fimm ára samning við United með möguleika á ári til viðbótar.
Kaupverðið er rúmlega 50 milljónir punda en Real Madrid hafði líka áhuga á leikmanninum efnilega.
Yoro er aðeins 18 ára gamall en hann þykir einn mest spennandi miðvörður Evrópu.
Man Utd er ekki hætt á markaðnum eftir þessi skipti og er möguleiki að félagið kaupi annan miðvörð. Jarrad Branthwaite og Matthijs de Ligt hafa verið sterklega orðaðir við félagið.
Athugasemdir