Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. ágúst 2022 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodgers: Félagið hefur gert öllum ljóst að hann er ekki til sölu
Brendan Rodgers, stjóri Leicster, sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Southampton á laugardag. Leicester er með eitt stig í úrvalsdeildinni eftir tvær umferðir.

Liðið er það eina í úrvalsdeildinni sem ekki hefur fengið liðsstyrk í sumar. Rodgers var spurður út í félagsskiptamarkaðinn á fundinum.

Wesley Fofana er einn af þeim leikmönnum sem hefur verið orðaður í burtu frá Leicester.

„Hann er ennþá leikmaður Leicester. Ég hef sagt nokkrum sinnum að hann er ekki til sölu. Félagið hefur gert öllum ljóst að hann er ekki til sölu og ef það verður engin breyting á því þá býst ég við því að hann verði áfram."

„Við höfum auðvitað rætt saman, það eru auðvitað einkasamtöl og ég myndi ekki ræða þau opinberlega. Okkar samskipti eru hefðbundin og við höldum áfram að undirbúa okkur fyrir leiki. Þetta er áskorun fyrir alla leikmenn og félög þegar glugginn er opinn. Það er mikið um vangaveltur. Sérstaklega fyrir ungan leikmann, 21 árs gamlan, allar vangavelturnar sem eru í gangi varðandi hans framtíð."

„Allir stjórar væru til í að hafa styrkt hópinn sinn. Ég er ekki öðruvísi en aðrir stjórar. En ef það er ekki hægt þá segir reynslan mér að við verðum að einbeita okkur að því sem við höfum. Við erum með nokkra stórkostlega leikmenn hér,"
sagði Rodgers.

Youri Tielemans og James Maddison hafa einnig verið orðaðir í burtu en minna hefur verið fjallað um þá á undanförnu á meðan Chelsea reynir að krækja í miðvörðinn Fofana. Allir þrír hafa byrjað báða leiki Leicester til þessa á tímabilinu.

Sjá einnig:
Fofana búinn að gera munnlegt samkomulag við Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner
banner