Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   mán 18. september 2017 11:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Pepsi-mörkin 
Miðjumaður KA sagður reyna að eyðileggja feril leikmanna
Trninic í tæklingu.
Trninic í tæklingu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Maður hefur á tilfinningunni að hver leikur sem líður án þess að Trninic fái rautt spjald sé illa dæmdur leikur, menn hafi misst af einhverju. Hann er ekki eðlilega grófur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í Pepsi-mörkunum um Aleksandar Trninic, miðjumann KA.

„Maður hefur séð of margar hrottalegar tæklingar frá honum í sumar þar sem boltinn er algjört aukaatriði og allt snýst um að fara í manninn. Annað hvort er það þannig eða hann er yfirmáta klaufskur."

Í þættinum voru fjölmörg atriði sýnd með Trninic í sumar, grófar tæklingar og leikrænir tilburðir. Smelltu hér til að sjá þennan hluta þáttarins.

„Hann er bara að reyna að eyðileggja feril leikmanna með þessum tæklingum sínum," sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum og Óskar bætti við:

„Það er sorglegt að þurfa að eyða tíma í þessum þætti í að fjalla um þennan mann. Þarna ertu með 95 kílóa þurs sem hrynur niður við minnsta tilefni og reynir svo að fótbrjóta menn á öðrum tímum."

Trninic hefur fengið eitt rautt spjald í sumar en það var í leik KA og Stjörnunnar. Hann er stálheppinn að brottvísanirnar hafi ekki orðið fleiri.
Athugasemdir
banner
banner