Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. september 2020 21:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bale hentar skyndisóknarbolta Spurs fullkomlega
Mynd: Getty Images
Gareth Bale er mættur til London og er nánast allt klárt í félagaskiptum hans frá Real Madrid til Tottenham Hotspurs.

Bale gekk í raðir Real frá Spurs fyrir sjö árum og því má segja að hann sé kominn heim en hann gekk ungur að árum í raðir Spurs frá Southampton. Hann mun koma á eins árs lánssamningi frá Real.

Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir Bale henta leikstíl stjórans, Jose Mourinho, fullkomlega en Mourinho vill spila þéttan varnarleik og spila skyndisóknarbolta.

Terry Gibson, sérfræðingur um spænska boltann, segir þá að Bale gæti leyst af Harry Kane þegar enski landsliðsfyrirliðinn þarf á hvíld að halda.
Athugasemdir
banner
banner
banner