Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. september 2020 21:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeild kvenna: Ungt lið Augnabliks vann á Víkingsvelli
Hildur María skoraði annað mark Augnabliks í kvöld.
Hildur María skoraði annað mark Augnabliks í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vikingur R. 1 - 3 Augnablik
0-1 Birta Birgisdóttir ('12)
1-1 Nadía Atladóttir ('15)
1-2 Hildur María Jónasdóttir ('35)
1-3 Ísafold Þórhallsdóttir ('48)

Augnablik vann Víking í fyrri leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna, leikurinn endaði með 1-3 útisigri.

Athygli vekur að í byrjunarliði Augnabliks eru elstu leikmenn liðsins fæddir árið 2002 og sú yngsta árið 2006 (Margrét Brynja Kristinsdóttir), á fjórtánda aldursári. Birta Birgisdóttir kom Augnabliki yfir á 12. mínútu en Nadía Atladóttir jafnaði metin á 15. mínútu.

Það voru svo þær Hildur María Jónasdóttir og Ísafold Þórhallsdóttir sem skoruðu lokamörk leiksins fyrir Augnablik. Meðalaldur byrjunarliðs Augnabliks var 17,2 ár í leiknum.




Athugasemdir
banner