6-1 sigur í lokaleiknum!
Alexander Már Þorláksson var í stuði í dag þegar Fram tók á móti Aftureldingu í 22.umferð Lengjudeildar karla. Alexander skoraði fjögur mörk í 6-1 sigri og úrslitin þýða að Fram fara taplausir í gegnum deildina. Alexander segir þetta vera frábæra tilfinningu að enda þetta svona „Jú við ætluðum að enda þetta almennilega. Gerðum jafntefli í síðasta leik og vildum klára þetta almennilega fyrir framan stuðningsmennina!" Sagði Alexander Már
Lestu um leikinn: Fram 6 - 1 Afturelding
Frábært tímabil hjá Fram í sumar en hver er lykillinn að þessum árangri? „Erfitt að segja. Við settum okkur þetta markmið og byrjuðum vel. Rústuðum fyrsta leik og höfum ekkert stoppað eftir það. Þetta er búið að rúlla vel" Sagði Alexander meðal annars!
Nánar er rætt við Alexander í viðtalinu hér fyrir ofan. Hann meðal annars spurður út í næsta sumar í Pepsi Max og lokhófið sem verður haldið í kvöld!
Athugasemdir