Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum - „Rosa spenntur fyrir næsta tímabili"
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
banner
   sun 18. september 2022 22:36
Mist Rúnarsdóttir
Sigrún Eva: Enginn titill á loft í Mosó
Kvenaboltinn
Miðjumaðurinn Sigrún Eva
Miðjumaðurinn Sigrún Eva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður en mér fannst við standa í þeim í 60 mínútur. Síðan koma bara 2-3 skítamörk sem við hefðum átt að koma í veg fyrir,“ sagði Sigrún Eva Sigurðardóttir, miðjumaður Aftureldingar, eftir 3-0 tap gegn Breiðablik á útivelli.

„Við ætluðum bara að standa í þeim og við gerðum það. Við ætluðum að spila okkar bolta og leggja okkur allar fram. Það er ekkert gefins í þessu,“ sagði Sigrún sem hefur trú á að Afturelding geti haldið sér í deildinni.

„Þetta er ekkert búið fyrr en þetta er búið. Við höfum fulla trú á þessu verkefni og leggjum okkur allar fram áfram.“

Næsta verkefni Aftureldingar er að fá ríkjandi Íslandsmeistara Vals í heimsókn í Mosó. Með sigri geta Valskonur tryggt sér titilinn.

„Það fer enginn titill á loft í Mosó, það er bara þannig,“ sagði Sigrún Eva að lokum.
Athugasemdir