Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 18. september 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti í sögunni til að vinna á Old Trafford með fjórum félögum
James Milner hjálpaði liði Brighton að leggja Manchester United að velli á Old Trafford síðasta laugardag.

Milner kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og hjálpaði Brighton að landa sigrinum.

Þessi fjölhæfi leikmaður er núna sá fyrsti í sögunni sem vinnur fótboltaleik á Old Trafford með fjórum mismunandi félögum. Hann hefur líka unnið þarna með Liverpool, Manchester City og Aston Villa á sínum ferli.

Milner, sem er orðinn 37 ára gamall, skipti yfir til Brighton í sumar eftir að hafa verið lengi hjá Liverpool.

Brighton hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni - miklu betur en Man Utd - og er í fimmta sæti með tólf stig.
Athugasemdir