Varnarmaðurinn ungi Raúl Asencio var í byrjunarliði Real Madrid sem sigraði 0-1 gegn Real Sociedad í undanúrslitum spænska bikarsins í vikunni.
Hann spilaði fyrri hálfleikinn en áhorfendur voru mjög grimmir við hann og óskuðu honum dauða hástöfum.
Dómarinn þurfti að stöðva leikinn og voru tugþúsundir áhorfenda beðnir um að hætta hegðun sinni. Leikurinn fékk að halda áfram en Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid ákvað að skipta Asencio af velli í leikhlé, eftir að hann nældi sér í gult spjald og virtist augljóslega pirraður.
„Ég held ekki að neinum finnist gaman að heill leikvangur sé að óska manni dauða. Þetta hafði áhrif á hann, hann var mjög pirraður og ég ákvað að skipta honum útaf. Ég vildi ekki að tilfinningarnar hans myndu skemma leikinn fyrir honum," sagði Ancelotti.
Asencio er undir rannsókn á Spáni fyrir að vera grunaður um að hafa dreift kynlífsmyndbandi án samþykkis. Mikel Oyarzabal fyrirliði Real Sociedad tjáði sig einnig um málið.
„Það eru aðrar leiðir til að fordæma menn sem gætu hafa gert eitthvað af sér, þetta er ekki rétta leiðin. Við leikmenn fordæmum svona hegðun eins og hluti stuðningsfólks sýndi í dag," sagði Oyarzabal eftir tapið.
Real Sociedad fan making monkey gestures towards Vinícius Júnior
byu/o6ohunter insoccer
Athugasemdir