Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. október 2019 12:25
Magnús Már Einarsson
Murielle og Jacqueline áfram hjá Tindastóli - Vigdís á leið í Blika
Murielle Tiernan markahæsti og besti leikmaður Inkasso-deildarinnar 2018.
Murielle Tiernan markahæsti og besti leikmaður Inkasso-deildarinnar 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll hefur náð samningum við Jacqu­el­ine Altschuld og Murielle Tiern­an um að þær spili áfram með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar en þetta staðfesti Guðni Þór Ein­ars­son, þjálf­ari Tinda­stóls, í sam­tali við mbl.is í dag.

Murielle hefur dregið vagninn í sóknarleik Tindastóls undanfarin tvö tímabil. Í sumar var hún markahæst í Inkasso-deildinni með 24 mörk í 17 leikjum en hún var einnig valin best í deildinni í vali fyrirliða og þjálfara hjá Fótbolta.net.

Í fyrra skoraði Murielle einnig 24 mörk þegar Tindastóll vann 2. deildina. Í ár endaði liðið í 3. sæti í Inkasso-deildinni og rétt missti af sæti í Pepsi Max-deildinni.

Samkvæmt frétt mbl.is reyndu Þór/KA, FH og fleiri félög að krækja í Murielle en hún ákvað að leika áfram með Tindastóli.

Jacqu­el­ine kom til Tindastóls fyrir síðasta tímabil og skoraði átta mörk í tólf leikjum í Inkasso-deildinni í sumar.

Mbl.is segir einnig frá því að Vig­dís Edda Friðriks­dótt­ir sé á förum frá Tindastóli. Hin tvítuga Vigdís er að ganga til liðs við Breiðablik. Vigdís skoraði fimm mörk í sautján leikjum í Inkasso-deildinni í sumar en þrátt fyrir ungan aldur á hún fimm tímabil að baki í meistaraflokki.

Sjá einnig:
Best í 2. deild: Ævintýrakona sem lætur veikindi ekki stoppa sig
Athugasemdir
banner
banner
banner