Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   þri 11. nóvember 2025 14:45
Kári Snorrason
Chalobah og Trafford kallaðir inn í enska hópinn
Tuchel gaf Chalobah fyrsta sénsinn með bæði Chelsea og enska landsliðinu.
Tuchel gaf Chalobah fyrsta sénsinn með bæði Chelsea og enska landsliðinu.
Mynd: EPA
James Trafford hefur ekki spilað leik fyrir enska landsliðið.
James Trafford hefur ekki spilað leik fyrir enska landsliðið.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA

Thomas Tuchel þjálfari enska landsliðsins hefur gert tvær breytingar á leikmannahóp sínum sem mætir Albaníu og Serbíu í undankeppni HM. England hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á HM sem fer fram á næsta ári.

Trevoh Chalobah, varnarmaður Chelsea, og James Trafford, markvörður Manchester City, koma báðir inn í hópinn vegna meiðsla Nick Pope og Anthony Gordon, leikmanna Newcastle.


Óvissa hefur verið með hvort að Marc Guehi verði leikfær í leikjunum tveimur en hann meiddist í Evrópuleik með Crystal Palace nýverið. Hann mun þó æfa með hópnum á næstu dögum og verður staðan metin frá degi til dags.

Tuchel hefur verið mikill áhrifavaldur í ferli Chalobah en hann gaf honum fyrsta tækifærið með Chelsea árið 2021 og kallaði hann upp í landsliðið í fyrsta sinn fyrr á árinu. 

Enski hópurinn

Markverðir:

Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), James Trafford (Manchester City)

Varnarmenn:

Dan Burn (Newcastle United), Trevoh Chalobah (Chelsea), Marc Guéhi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Nico O'Reilly (Manchester City), Jarell Quansah (Bayer Leverkusen), Djed Spence (Tottenham Hotspur), John Stones (Manchester City)

Miðjumenn:

Elliot Anderson (Nottingham Forest), Jude Bellingham (Real Madrid), Jordan Henderson (Brentford), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa), Alex Scott (AFC Bournemouth), Adam Wharton (Crystal Palace)

Sóknarmenn:

Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Arsenal), Phil Foden (Manchester City), Harry Kane (Bayern Munich), Marcus Rashford (Barcelona, lán frá Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal)


Athugasemdir
banner