Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Nær Man Utd að kaupa Haaland í janúar?
Powerade
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Emery fær mánuð til að bjarga starfinu.
Emery fær mánuð til að bjarga starfinu.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með allt það helsta fyrir janúar og næsta sumar.



Unai Emery, stjóri Arsenal, fær mánuð til að bjarga starfi sínu. (Sun)

Manchester City er að íhuga að kaupa miðvörðinn Dayot Upamecano (21) fra RB Leipzig í janúar. (90Min)

Barcelona hefur hafnað 13 milljón punda tilboði frá Englandi í Ivan Rakitic (31). Börsungar vilja fá 30 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sport)

Arsenal ætlar að bjóða Granit Xhaka (27) til Gladbach í Þýskalandi og fá í staðinn forkaupsrétt á miðjumanninum Denis Zakaria (22). (Mirror)

Manchester United gæti keypt framherjann Erling Braut Haaland (19) frá Red Bull Salzburg í janúar og lánað hann síðan til austurríska félagsins út tímabilið. (ESPN)

Crystal Palace ætlar að bjóða tuttugu milljónir punda í Odsonne Edouard (21) framherja Celtic. (Sun)

Real Madrid og Barcelona gætu barist um Milan Skriniar (24) miðvörð Inter. Manchester United hefur líka sýnt áhuga. (Corriere dello Sport)

Manchester United og Arsenal eru á eftir Brad Young (17) markverði Hartlepool. (Sun)

Manchester United ætlar að reyna að ganga frá nýjum samnngi við miðjumanninn Thahith Chong (19) en Juventus hefur sýnt honum áhuga. (Metro)

Chelsea vill fá Joe Gelhardt (17) framherja Wigan en Manchester United, Manchester City, Liverpool, Tottenham og Everton eru líka að fylgjast með honum. (Star)

Michy Batshuayi (26) ætlar að vera áfram hjá Chelsea í janúar og berajst fyrir sæti sínu frekar en að róa á önnur mið. (Sun)

Norski miðjumaðurinn Sander Berge (21) segist ólmur vilja ganga í raðir Liverpool. Berge hefur verið orðaður við Liverpool og Napoli eftir framgang sinn með Genk í Meistaradeildinni. (Mirror)

Simon Mignolet (31) segist hafa farið frá Liverpool til Club Brugge í sumar þar sem hann taldi að hann fengi ekki sanngjarnan möguleika á að berjast við Alisson um markvarðastöðuna á Anfield. (Sport Witness)

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, telur að Chelsea sé einungis tveimur eða þremur leikmönnum frá því að geta haft betur gegn Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn. (Star)

Clive Allen, fyrrum framherji Tottenham, telur að Harry Kane (26) eigi einn daginn eftir að verða sparkari í NFL deildinni í amerískum fótbolta. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner