Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sóknarmaður Frankfurt orðaður við Everton
Goncalo Paciencia.
Goncalo Paciencia.
Mynd: Getty Images
Goncalo Paciencia, sóknarmaður Eintracht Frankfurt, er leikmaður sem enska úrvalsdeildarfélagið Everton ætlar að reyna við í janúar.

Goal.com segir frá þessum tíðindum.

Marco Silva, stjóri Everton, vill fá sóknarmann, en liðið hefur átt í basli með markaskorun á tímabilinu. Everton hefur aðeins gert 13 mörk í 12 leikjum.

Síðustu ár hefur liðinu vantað öfluga "níu". Cenk Tosun hefur ekki gert neinar rósir hjá Everton og er Dominic Calvert-Lewin ekki nægilega öflugur til þess að vera fremsti maður Everton á þessum tímapunkti.

Moise Kean var keyptur frá Juventus fyrir 27 milljónir punda síðasta sumar, en Marco Silva hefur ekki borið mikið traust til hans það sem af er þessu tímabili. Kean er 19 ára gamall.

Silva hefur lagt fram þá ósk við Marcel Brands, yfirmann knattspyrnumála hjá Everton, að fá inn sóknarmann í janúar. Paciencia er efstur á óskalistanum.

Paciencia er 25 ára gamall og kom til Frankfurt frá Porto sumarið 2018. Á þessu tímabili hefur hann skorað sex mörk í 11 úrvalsdeildarleikjum í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner