Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. nóvember 2020 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Brandon Wellington hættir sem leikmaður og þjálfari á Álftanesi
Brandon Nathaniel Wellington spilaði með karlaliði Álftanes og þjálfaði kvennaliðið. Hann er nú hættur hjá félaginu en ætlar að vera áfram á Íslandi.
Brandon Nathaniel Wellington spilaði með karlaliði Álftanes og þjálfaði kvennaliðið. Hann er nú hættur hjá félaginu en ætlar að vera áfram á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Brandon Wellington hefur yfirgefið Álftanes en ætlar sér þó að vera áfram hér á landi.

Kanadamaðurinn spilaði með karlaliði félagsins undanfarin ár en í fyrrasumar tók hann við þjálfun kvennaliðsins meðhliða og lýkur nú störfum fyrir félagið.

Hann var í þrjú ár á Álftanesi en þangað kom hann árið 2018 og fór upp úr 4. deildinni með liðinu á fyrsta ári. Hann tók svo við fyrirliðabandinu.

„Brandon Wellington lék með Álftanesi í þrjú keppnistímabil. 2018 í 4. deild og 2019 og 2020 í 3. deild. Hann var mikilvægur leikmaður og góður liðsmaður sem sýndi leiðtogahæfni og fagmennsku í hvívetna innan og utan vallar,”sagði Stefán Arinbjarnarson, formaður karlaliðsins í tilkynningu.

Sem fyrr segir tók hann við þjálfun kvennaliðs félagsins í lok síðustu leiktíðar og stýrði þá liðinu í síðustu fjórum leikjum mótsins. Hann var svo áfram þjálfari liðsins í sumar.

Liðið endaði í 4. sæti 2. deildarinnar í sumar undir hans stjórn.

„Við viljum þakka Brandon kærlega fyrir þrjú frábær ár hjá Álftanesi. Á þeim tíma hefur hann verið leikmaður meistaraflokks karla, þjálfari meistaraflokks kvenna, ásamt því að koma að þjálfun yngri iðkenda og hafði hann gott orð á sér í öllum hlutverkum. Óskum við honum alls hins besta í komandi verkefnum,” sagði Adam Wheeler formaður kvennaliðsins í tilkynningu.
Athugasemdir
banner