mið 18. nóvember 2020 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
London
Þrír eftir hjá Englandi sem tóku þátt í tapi þeirra gegn Íslandi 2016
Icelandair
Eric Dier og Kolbeinn Sigþórsson. Þeir verða báðir í hóp í kvöld.
Eric Dier og Kolbeinn Sigþórsson. Þeir verða báðir í hóp í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane og Kári Árnason.
Harry Kane og Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes var í marki Ísland 2016 og er enn í hópnum í dag.
Hannes var í marki Ísland 2016 og er enn í hópnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney skoraði mark Englands í leiknum 2016. Hann er í dag spilandi þjálfari hjá Derby County.
Wayne Rooney skoraði mark Englands í leiknum 2016. Hann er í dag spilandi þjálfari hjá Derby County.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy og Jordan Henderson svekktir eftir tapið.
Jamie Vardy og Jordan Henderson svekktir eftir tapið.
Mynd: Getty Images
Frá vellinum í Nice þar sem leikurinn 2016 fór fram.
Frá vellinum í Nice þar sem leikurinn 2016 fór fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er erfitt að gleyma 27. júní 2016. Þann dag unnum við England 2-1 á EM í Frakklandi. Leikurinn var í 16-liða úrslitunum og við fórum áfram með glæstum sigri.

Byrjunin var ekki góð því Wayne Rooney skoraði strax á fjórðu mínútu fyrir England. Hannes Þór Halldórsson braut á Raheem Sterling og Damir Skomina frá Slóveníu dæmdi vítaspyrnu sem Rooney skoraði úr.

Einungis tveimur mínútum seinna átti Aron Einar Gunnarsson langt innkast sem Kári Árnason skallaði áfram. Þar kom Ragnar Sigurðsson aðvífandi og jafnaði leikinn.

Eftir frábæra sókn á 18. mínútu náði Ísland síðan að komast yfir þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði. Joe Hart var í boltanum en hann fór yfir línuna og staðan orðin 2-1 Íslandi í vil.

Í síðari hálfleik var íslenska vörnin öflug á meðan Englendingar voru ráðþrota í leit sinni að jöfnunarmarki. Ragnar átti magnaða hjólhestaspyrnu sem Hart varði og undir lokin átti Aron Einar sprett fram sem endaði með skoti sem Hart varði í horn.

Jamie Vardy var nálægt því að sleppa í gegn á einum tímapunkti en Ragnar átti frábæra tæklingu til að stöðva hann. Þess fyrir utan gerðu Englendingar lítið sóknarlega.

Fögnuðurinn var rosalegur þegar Skomina flautaði af en leikmenn Íslands tóku allir sprett í átt að íslensku stuðningsmönnunum sem voru í hinu horni vallarins. Ísland hafði slegið England út og tryggt leik gegn gestgjöfum Frakka í 8-liða úrslitunum!

Í kvöld, rúmum fjórum árum síðar, mætast England og Ísland á Wembley í Þjóðadeildinni. Það hafa orðið breytingar hjá báðum liðum, en Englendingar eru nánast með alveg nýtt lið.

Í hópnum í kvöld eru aðeins þrír leikmenn sem tóku þátt á EM 2016 með Englandi. Það eru: Eric Dier, Harry Kane og Kyle Walker. Þeir byrjuðu allir gegn Íslandi 2016. Aðrir eru annað hvort ekki valdir eða meiddir.

Hjá Íslandi eru 11, sem voru í hópnum 2016, og verða í hóp í kvöld. Það eru: Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Hjörtur Hermannsson, Sverrir Ingi Ingason, Ari Freyr Skúlason, Birkir Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson.

Í upprunalegu hópunum sem voru valdir í upphafi þessa verkefnis voru sex úr EM 2016 hóp England í landsliðshópi þeirra. Hjá Íslandi voru þeir 17. Jordan Henderson, Marcus Rashford og Raheem Sterling duttu út hjá Englandi fyrir leikinn í kvöld, og hjá Íslandi duttu Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jóhann Berg Guðmundsson, og Ragnar Sigurðsson úr hópnum.

Hópur Englands á EM 2016:

Markverðir: Joe Hart (Manchester City), Fraser Forster (Southampton), Tom Heaton (Burnley).

Varnarmenn: Gary Cahill (Chelsea), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton), Kyle Walker (Tottenham Hotspur), Ryan Bertrand (Southampton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Nathaniel Clyne (Liverpool).

Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Raheem Sterling (Manchester City), Jack Wilshere (Arsenal).

Framherjar: Wayne Rooney (Manchester United), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Jamie Vardy (Leicester City), Daniel Sturridge (Liverpool), Marcus Rashford (Manchester United).

Hópur Englands í kvöld:

Markverðir: Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley), Dean Henderson (Man Utd).

Varnarmenn: Ben Chilwell (Chelsea), Eric Dier (Tottenham), Michael Keane (Everton), Harry Maguire (Man Utd), Ainsley Maitland-Niles (Arsenal), Tyrone Mings (Aston Villa), Bukayo Saka (Arsenal), Kieran Tripper (Atletico Madrid), Kyle Walker (Man City).

Miðjumenn: Phil Foden (Man City), Mason Mount (Chelsea), Declan Rice (West Ham), Jack Grealish (Aston Villa), Harry Winks (Tottenham), Jude Bellingham (Dortmund).

Framherjar: Tammy Abraham (Chelsea), Dominic Calvert-Lewin (Everton) Harry Kane (Tottenham), Jadon Sancho (Dortmund).

Hópur Íslands á EM 2016:

Markverðir: Hannes Þór Halldórsson (Bodö/Glimt), Ögmundur Kristinsson (Hammarby), Ingvar Jónsson (Sandefjord).

Varnarmenn: Ari Freyr Skúlason (OB), Birkir Már Sævarsson (Hammarby), Ragnar Sigurðsson (Krasnodar), Kári Árnason (Malmö), Hörður Björgvin Magnússon (Cesena), Haukur Heiðar Hauksson (AIK), Sverrir Ingi Ingason (Lokeren), Hjörtur Hermannsson (Gautaborg).

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (Cardiff), Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea), Birkir Bjarnason (Basel), Eiður Smári Guðjohnsen (Molde), Jóhann Berg Guðmundsson (Charlton), Emil Hallfreðsson (Udinese), Arnór Ingvi Traustason (Norrköping), Theodór Elmar Bjarnason (AGF), Rúnar Már Sigurjónsson (Sundsvall).

Framherjar: Kolbeinn Sigþórsson (Nantes), Alfreð Finnbogason (Augsburg), Jón Daði Böðvarsson (Kaiserslautern).

Hópur Íslands í kvöld:

Markverðir: Hannes Þór Halldórsson (Valur), Rúnar Alex Rúnarsson (Arsenal), Ögmundur Kristinsson (Olympiakos).

Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson (Valur), Kári Árnason (Víkingur R.), Ari Freyr Skúlason (Oostende), Sverrir Ingi Ingason (PAOK), Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg), Hjörtur Hermannsson (Bröndby), Alfons Sampsted (Bodo/Glimt).

Miðjumenn: Birkir Bjarnason (Brescia), Rúnar Már Sigurjónsson (Astana), Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt), Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva), Jón Dagur Þorsteinsson (AGF), Andri Fannar Baldursson (Bologna), Ísak Bergmann Jóhannesson (Norrköping).

Sóknarmenn: Kolbeinn Sigþórsson (AIK), Jón Daði Böðvarsson (Milwall), Albert Guðmundsson (AZ), Sveinn Aron Guðjohnsen (OB).

Leikur Englands og Íslands hefst 19:45. Fréttaritari Fótbolta.net er í London og verður bein textalýsing frá leiknum hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner