Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bara einn Correa eftir hjá Argentínu - Almada fær kallið
Thiago Almada var mikilvægur hlekkur í liði Velez Sarsfield áður en hann var fenginn til Atlanta.
Thiago Almada var mikilvægur hlekkur í liði Velez Sarsfield áður en hann var fenginn til Atlanta.
Mynd: EPA

Í gærkvöldi var staðfest að Angel Correa kæmi inn í argentínska landsliðshópinn fyrir hinn meidda Nicolas Gonzalez.


Þá voru tveir Correa í hópnum, Angel leikmaður Atletico Madrid og Joaquin leikmaður Inter.

Skömmu síðar var svo tilkynnt að Joaquin Correa þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en Thiago Almada, efnilegur sóknartengiliður Atlanta United í MLS deildinni, hefur verið kallaður inn í staðinn.

Almada er 21 árs gamall og á aðeins einn A-landsleik að baki. Hann er kallaður upp í stað Correa framyfir menn á borð við Giovani Lo Celso, Lucas Ocampos, Roberto Pereyra, Emiliano Buendía og Manuel Lanzini.

Þessi ákvörðun Lionel Scaloni þjálfara vekur athygli og verður spennandi að fylgjast með Almada fái hann tækifæri til að spreyta sig.

Argentína er í riðli með Sádí-Arabíu, Póllandi og Mexíkó á HM.


Athugasemdir
banner
banner