Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fös 18. nóvember 2022 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyjólfur Héðins tekur við starfi hjá Breiðabliki
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Breiðablik
Fyrrum landsliðsmaðurinn Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Breiðabliki.

Hann hefur verið ráðinn afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Hann kemur til með að hafa yfirumsjón með skipulagningu, utanumhaldi og þjálfun einstaklinga í elstu flokkum karla, í nánu samstarfi við Ólaf Kristjánsson yfirmann knattspyrnumála og þjálfara flokkana.

Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn, ásamt því að vera einn af þjálfurum meistaraflokks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Eyjólfur býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem leikmaður bæði hérlendis, sem og í atvinnumennsku erlendis. Með ráðningu Eyjólfs er stigið skref í átt að enn frekari eflingu þess góða afreksstarfs sem unnið hefur verið í félaginu hingað til," segir í tilkynningu Blika.

Eyjólfur, sem er 37 ára, spilaði með ÍR, Fylki og Stjörnunni á ferli sínum hér heima. Erlendis lék hann með GAIS í Svíþjóð og SönderjyskE og Midtjylland í Danmörku.

Þá spilaði hann fimm A-landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner