Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 18. nóvember 2023 14:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bose mótið: Breiðablik lagði Stjörnuna í opnunarleiknum
watermark Jason Daði Svanþórsson
Jason Daði Svanþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 3 - 0 Stjarnan
1-0 Ágúst Eðvald Hlynsson
2-0 Jason Daði Svanþórsson
3-0 Viktor Karl Einarsson


Bose mótið hófst í dag með grannaslag Breiðabliks og Stjörnunnar.

Ágúst Eðvald Hlynsson kom Blikum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og Jason Daði Svanþórsson bætti öðru markinu við áður en flautað var til hálfleiks.

Það var síðan Viktor Karl Einarsson sem gulltryggði sigur Blika þegar hann skoraði þriðja mark liðsins.

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar á nýju tímabili en Blikar hafa verið á fullu allt árið enda Sambandsdeildin í fullum gangi. Breiðablik mætir KR næsta föstudag og mætir síðan Maccabi Tel Aviv á Laugardalsvelli þann 30. nóvember.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KR laugardaginn 9. desember.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner