Spánn 3 - 3 Ísland
0-1 Fanney Lísa Jóhannesdóttir (‘29)
1-1
2-1
2-2 Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('65)
3-2
3-3 Hafrún Birna Helgadóttir ('79)
0-1 Fanney Lísa Jóhannesdóttir (‘29)
1-1
2-1
2-2 Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('65)
3-2
3-3 Hafrún Birna Helgadóttir ('79)
Íslenska U15 kvennalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á gríðarlega sterku UEFA móti í dag.
Mótið fer fram í Portúgal og er Ísland í riðli með Spáni og Þýskalandi, auk heimakvenna.
Stelpurnar okkar áttu flottan leik gegn afar vel spilandi spænsku liði og gerðu 3-3 jafntefli.
Fanney Lísa Jóhannesdóttir, sem lék með meistaraflokki Álftaness í 2. deild í sumar þrátt fyrir að vera fædd 2009, kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik en þær spænsku voru snöggar að jafna og var staðan 1-1 í leikhlé.
Spánn tók forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Fanney Lísa skoraði jöfnunarmark skömmu síðar og hélst staðan jöfn 2-2 allt þar til á lokakaflanum. Þá tókst þeim spænsku að taka forystuna á ný, en aftur jöfnuðu íslensku stelpurnar og urðu lokatölur 3-3 eftir fjöruga viðureign. Hafrún Birna Helgadóttir skoraði jöfnunarmarkið.
Þetta var frábær frammistaða hjá íslensku stelpunum sem settu spænska liðið undir mikla pressu á löngum köflum í leiknum.
Hægt er að horfa á leikinn með að smella hér fyrir neðan, og er vert að spóla áfram til að sjá lagleg mörk Íslands. Fanney skoraði sérstaklega góð mörk á 29. og 65. mínútum leiksins.
Horfðu á leikinn
Athugasemdir